Mokveiði. tæp 260 tonn á aðeins 4 dögum...2017

Á nýjsta listanum togaranna í Noregi þá var þar Gadus Neptun sem var að fiska ansi vel.  því að togarinn landaði alls 818 tonnum.  Reyndar ekki sem frystitogari heldur sem ísfiskstogari,


þennan afla fékk togarinn á aðeins 14 dögum.  eða 58 tonn á dag.

vægast sagt mokveiði hjá þeim norsku.  og tveir túranna voru sýnu bestir,

Gadus Neptun kom með til hafnar 242,9 tonn eftir aðeins 4 daga á veiðum og gerir það 60,7 tonn á dag,

næsti túr var þó ennþá betri. því að þeir komu með í land 258,5 tonn eftir aðeins 4 daga á veiðum.  

það gerir um tæp 65 tonn á dag,

af þessum 818 tonna afla þá var þorskur 642 tonn,

72 tonn af ýsu og um 69 tonn af ufsa,

þessum afla landaði skipið í Batsfjord í Norður Noregi,


Gadus Neptun Mynd Magnar Lyngstad