Mokveiði á handfæri hjá Björgvin Már BA,1983
Patreksfjörður útgerðarstaður sem hefur oft verið minnst á hérna á Aflafrettir helst höfum við verið að horfa á stóru bátanna, eins og Vestra BA. Þrym BA , Helgu Guðmundsdóttir BA og fleiri báta,
Það má samt ekki gleyma því að margir minni bátar réru frá Patreksfirði og einn afþeim var 10 tonna bátur sem hét Björgvin Már BA 468 sem var gerður út frá Patreksfirði í um 10 ár.
Árið 1983 þá stundaði Björgvin Már BA veiðar allt árið og var þá að mest á línu og handfærum.
yfir sumarið þá var báturinn á handfærum og í ágúst 1983 þá var heldur betur góð veiði hjá bátnum.
því að í aðeins 9 róðrum þá landaði Björgvin Már BA um 38 tonnum eða yfir 4 tonn í róðri,
eins og sést hérna að neðan með aflan þá voru þrír róðranna yfir 5,5 tonn og sá stræsti 6,7 tonn. Þetta er ansi gott á bátnum og hafa ber í huga að líklegast hefur báturinn verið með Elliða rúllurnar. DNG sjálfvirku handfæravindurnar voru varla komnar þarna inn á þessum tíma,
Eins og sést á myndinni að' neðan þá er þetta ansi fallegur bátur og í stóra róðrinu þá hefur báturinn verið ansi siginn
Björgvin Már BA | |
Dagur | Afli |
2 | 3,70 |
4 | 2,71 |
11 | 5,43 |
12 | 3,01 |
14 | 1,73 |
19 | 6,65 |
23 | 4,27 |
29 | 4,57 |
31 | 5,67 |
Björgvin Már BA mynd Sigurður Bergþórsson