Mokveiði á makríl og löndunarbið,2016
Mikilmakríl veiði hefur verið í Faxaflóa núna í ágúst og síðustu daganna þá hafa bátarnir verið að landa allt upp í þrisvar sama daginn.
Ég kíkti við í Keflavík og þá voru þar ansi margir bátar í löndunarbið. voru sumir búnir að bíða í allt upp í 5 klst . enn það er bara 2 kranar sem bátarnri komast að með góðu þar, enn þriðji kraninn er þannig staðsettur að erfitt er fyrir suma bátanna að komast þar undir.
Reyndar er nú ekki langt að fara yfir til Sandgerðis enn þar eru 5 kranar sem alla er hægt að komast að með góðu móti,
Fjóla GK var með 10 tonn og Andey GK 12 tonn. Hafði Bjössi á Andey GK landað tvisvar 2 daga í röð og var kominn með yfir 50 tonn á land á aðeins 3 dögum,
Ísak AK Drekkhlaðinn enn hann er búinn að landa um 34 tonnum í 4 róðrum á tveimur dögum.
Ísak AK allt fullt.
Um borð í Ísak AK
Makríll meðal annars úr Fjólu GK,
Landað úr Andey GK,
Borgar Sig AK með fullfermi.
Borgar Sig AK,
Máni ÁR hann var næstur í röðinni,
Máni ÁR.
Myndir Gísli Reynisson