Mokveiði. Ásbjörn RE með 200 tonn á þrem dögum!,,1980

Það er mikil endurnýjun í gangi núna í íslenska togaraflotanum og munu á næstu árum koma nokkrir nýir togarar inn til landsins og þar af er HB grandi að fá nokkra nýja togara,


Einn af þeim togurum sem munu verða lagt við nýju togaranna er togarinn Ásbjörn RE sem var smíðaður árið 1978.  
ég er að vinna smá verkefni um togarann og ætla að leyfa ykkur að lesa um algjöra ruglveiði sem Ásbjarnarmenn áttu í júlí árið 1980.

Þá var Ásbjörn RE undir skipstjórn Ragnars Franzsonar og óhætt er að segja að hann hafi heldur betur hitt á hann.  þarna í júlí þá var Ásbjörn RE að mestu að veiða ufsa og karfa á Eldeyjar svæðinu,

skoðum þennan júlí mánuð árið 1980,

Fyrsta löndunin var fullfermi eða 200,8 tonn eftir 7 daga á veiðum eða 29 tonn á dag,

önnur löndunin var 153 tonn eftir fimm daga á veiðum og það gerir um 30,6 tonn á dag,

löndun númer fjögur sem var síðasta löndunin var 145 tonn viku á veiðum eða 21 tonn á dag.

Löndun númer 3.  engin smá veiði
Það var löndun númer þrjú sem að þeir á Ásbirni RE lentu í algjöru moki því þeir voru einungis þrjá daga á sjó enn komu til hafnar í Reykjavík með fullfermi eða 199,7 tonn eftir aðeins tæplega þrjá daga á veiðum,

þetta gerir 66 tonn á dag og jafnvel má reikna þetta niður í 2,5 daga á veiðum og er þá aflinn yfir 70 tonn á dag.


Ásbjörn RE mynd Guðmundur Gauti sveinsson