Mokveiði BA línubáta í apríl árið 1995.
Ég hef ansi gaman af því að fara með ykkur kæru lesendur
og fyrir nokkrum árum þá skrifaði ég smá frétt um mokveiðin sem línubátar frá Patreksfirði voru með í byrjun maí árið 1995
Þá var mikil steinbítsveiði, og í raun má segja að apríl mánuðurinn hjá Línubátum frá Patreksfirði og Tálknafirði hafi verið feikilega góður
hérna að neðan má sjá töflu yfir bátann sem voru á línu og til viðbótar þessum bátum
þá var Núpur BA með 197 tonn í 5 róðrum , enn hann var á beitningavél
enn listinn hérna að neðan miðast einungis við báta sem stunduðu veiðar með línubölum
það vekur ansi mikla athygli að Árni Jóns BA sem var miklu minni bátur enn Brimnes BA sem var þarna næst stærsti báturinn á eftir Núpi BA
að Árni Jóns BA var með aðeins 3 tonnum minni afla enn Brimnes BA , og var að auki með 18,3 tonn í stærstu löndun sinni
sem er drekkhlaðinn báturinn og myndi væri nú gaman að geta birt mynd af bátnum með 18,3 tonn
meðalaflinn há Árna Jóns BA var 8,1 tonn en aðeins 6,9 tonn hjá Brimnesi BA
einnig vekur athygli mokveiðin hjá Bensa BA, enn þessi bátur heitir í dag Ísak AK
og kom mest með 12,5 tonn í róðri sem líka er fullfermi.
neðar á þessum lista eru smábátarnir og þar var hæstur Ólafur HF og mest með 8,2 tonn í róðri.
eins og sjá má þá voru allir 6 efstu bátarnir allir með vel yfir 10 tonn í róðri mest sem var fullfermi hjá þeim öllum
nema Brimnesi BA.
Sæti | Sknr | Nafn | Afli | Landanir | Mest | Höfn |
13 | 1188 | Sæbjörg BA 59 | 11.44 | 4 | 3.7 | Patreksfjörður |
12 | 7369 | Mávur BA 311 | 11.78 | 6 | 2.8 | patreksfjörður |
11 | 7144 | Blakkur BA 86 | 12.42 | 7 | 2.8 | patreksfjörður |
10 | 6932 | Sæli BA 333 | 14.06 | 8 | 3.1 | Tálknafjörður |
9 | 7403 | Hrund BA 87 | 17.36 | 7 | 3.1 | patreksfjörður |
8 | 1971 | Múkki BA 20 | 23.13 | 7 | 4.1 | patreksfjörður |
7 | 2069 | Ólafur HF 251 | 43.34 | 9 | 8.2 | patreksfjörður |
6 | 1986 | Bensi BA 46 | 88.11 | 18 | 12.5 | patreksfjörður |
5 | 610 | Jón Júlí BA 157 | 99.68 | 16 | 11.4 | tálknafjörður |
4 | 1611 | Egill BA 468 | 111.01 | 19 | 16.1 | patreksfjörður |
3 | 1464 | Vestri BA 63 | 120.73 | 18 | 12.9 | patreksfjörður |
2 | 1423 | Árni Jóns BA 14 | 122.05 | 15 | 18.3 | patreksfjörður |
1 | 1527 | Brimnes BA 800 | 125.53 | 18 | 11.8 | patreksfjörður |
'isak AK áður Bensi bA mynd Sigurður Bergþórsson