Mokveiði hjá Katrínu GK,,2018
Við Suðurnesin eru nú þónokkir línubátar af stærri gerðinni, og þá er meinað bátar sem eru stærri enn 13 tonn. svo til flest allir eru komnir með beitningavél um borð og þeir bátar sem róa með línubala eru orðnir afar fáir.
Reyndar eru línubátarnir við Snæfellsnes og Vestfirði margir hverjir á línubölum,
í Grindavík er eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins sem gerir út báta í krókaaflamarkinu, Stakkavík ehf.
þeir gera meðal annars út bátinn Katrínu GK sem er 27 tonna stálbátur. Stakkavík lét lengja bátinn á Siglufirði fyrir nokkrum árum síðan og núna í vetur var klárað að setja nýja vél í bátinn,
við skipstjórn á bátum tók Bjössi eða Bjössi á Andey GK, því að Bjössi hefur verið skipstjóri á Andey GK.
óhætt er að segja að Bjössi og Leifur sem rær með honum hafi heldur betur mokveitt núna í apríl. Reyndar voru þeir með þriðja manning um borð í smá tíma, enn sá aðili hætti og eftir var að Leifur og Bjössi héldu áfram á bátnum.
þeir lentu í mokveiði í dag 1.maí og smekkfylltu allt um borð í bátnum og urðu að skilja eftir 6 bala. þeir fóru út með 36 bala og komu í land með um 13 tonn,
þetta gerir um 433 kíló á bala.
Bjössi sagði í samtali við Aflafrettir að mokveiði hefði verið og þegar þeir hættu þá var veiðin um 500 kíló á bala.
Katrín GK með 13 tonn mynd frá Bjössa
Allt fullt um borð í Katrínu GK mynd Bjössi skipstjóri