Mokveiði hjá Árna Geir KE 31 í apríl árið 1961


Af og til hef ég farið með ykkur lesendur góðir í ferðalag aftur í tímann til þess að skoða aflatölur

því eins og ég hef komið að þá á ég orðið eitt stærsta safn af aflatölum á Íslandi.

og núna ætla ég að fara með ykkur ansi langt aftur í tímann, eða aftur til ársins 1961, eða 63 ár aftur í tímann.

Þetta var á þeim tíma sem síldveiði var mikil og góð víða um landið en vertíðirnar voru þannig að 

bátarnir réru í mars og apríl og ekkert hrygningarstopp.  

og í þessum tveimur mánuðum þá var oft mokveiði

og hérna ætla ég að sýna ykkur einn bát sem átti sér síðan mjög langa sögu í útgerð og þá aðalega frá Grindavík

en þarna er báturinn Árni Geir KE, sem síðar var Þorsteinn Gíslasson GK frá Grindavík.

Báturinn réri alla vertíðina frá Keflavík og Sandgerði og var á línu í janúar og fram í miðjan febrúar og skipti þá yfir á netin,

fyrri hluta í apríl þá var mikil veiði hjá netabátunum og í raun mokveiði, og þónokkrir bátar náðu vel yfir 400 tonna afla í apríl 

og Árni Geir KE var einn af þeim, því í apríl þá landaði báturinn alls 449,3 tonnum í 26 róðrum , og það gerir um 17,3 tonn í róðri.

Fyrri hlutan af apríl þá var mokveiði hjá Árna Geir KE því báturinn landaði alls 315 tonnum í aðeins 13 róðrum og það gerir um 24,2 tonn í róðri.

þetta er vægast ansi mikill afli og það má geta þess að í tveimur af þessum 13 róðrum þá kom báturinn með yfir 40 tonn í land

stærsta löndunin var 48,9 tonn og tveimur dögum seinna kom báturinn með 43,4 tonn í land.

og það má geta þess að öllum þessum afla var landað í Keflavík en vertíðina árið 1961 var mjög mikið um að vera í KEflavík og margir bátar að landa þar


Árni Geir KE mynd Björn J Hannesson


Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér 
Gísli Reynisson.  sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar 
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reynisso