Mokveiði hjá Ásdísi ÍS, yfir 30 tonn í einni löndun,2016
Frá því að dragnótabátarnir byrjuðu að veiða í Aðalvík núna snemmsumars þá hefur verið mokveiði hjá þeim, að minnsta kosti hjá þremur bátanna,
Finnbirni ÍS , Agli ÍS og Ásdísi ÍS .
Tveir yfir 100 tonn á 5 dögum
Algert mokveiði var hjá Finnbirni ÍS og Ásdísi ÍS núna síðustu daganna í júlí, enn báðir bátarnir fóru í fimm róðra hvor bátur og báðir komust yfir 100 tonnin,
Finnbjörn ÍS landaði 104,3 tonní 5 róðrum,
enn Ásdís ÍS 122,5 tonní 5 róðrum eða 24,4 tonn í róðri, og það kemur kanski ekki á óvart enn þorskur var þarna uppistaðan í aflanum eða 108 tonn
þetta er rosalegur afli á báti sem er ekki nema 20 metrar á lengd og 64 brúttótonn,
Risaróður Ásdísar ÍS
stærsti róðurinn hjá Ásdísi ÍS var 31,4 tonn og er það langmesti afli sem þessu bátur hefur komið með að landi frá því hann var smíðaður,
Einar Guðmundsson skipstjóri á Ásdísi ÍS sagði í samtali við Aflafrettir að þeir hefðu fengið þessi 31 tonn í aðeins þremur hölum eða 10,5 tonn í hali.
Allur þessi afli komst fyrir í lestinni nema að 1,5 tonn voru í þvottakari á dekkinu,
þessi risavika hjá Ásdisi ÍS uppá 122 tonn gerði það að verkum að heildaraflinn hjá Ásdisi ÍS var rétt tæp 300 tonn í júlí sem er all svakalegur afli á ekki stærri báti,
Ásdís ÍS að koma til Bolungarvíkur með 31,4 tonn. Mynd Jón Þorgeir.