Mokveiði hjá Auðbjörgu SH 197,1982
Endalaust hef ég gaman af fara með ykkur lesendur góðir í ferðalag aftur í tímann,
Ég er að vinna núna í árinu 1982 og eins og sú vertíð var ekkert sérstök. svo til enginn mokveiði og aflahæstu bátarnri rétt skriðu yfir 1000 tonnin,
í Ólafsvík þá var þar bátur sem var mjög þekktur þar í bænum. og reyndar urðu tveir bátar með þessu nafni í Ólafsvík,
þessi bátur sem talað er um hérna hét Auðbjörg SH 197. og þegar hérna er komið við sögu þá var Auðbjörg SH búinn að vera gerður út frá Ólafsvík síðan 1967.
þessi eikarbátur var ekki nema 47 brl að stærð enn hann fiskaði það mikið þennan mars mánuð að meira segja margir mun stærri bátar voru með minni afla enn Auðbjörg SH.
Enn skoðum hvernig bátnum gekk.
Vika 1 frá 1 til 6 mars.
Byrjar nokkuð vel og var aflinn alls 46,5 tonn í 5 róðrum eða 9,3 tonn í róðri. stærsti róðurinn 11,3 tonn.
Vika 2 frá 7 til 13 mars.
Þessi vika byrjaði með fullfermistúr eða 19,7 tonn. og restin af þessari var nokkuð góður. aflinn alls 59,3 tonn í 6 róðrum eða 9,8 tonn í róðri,
vika 3 frá 14 til 20 mars.
Mokveiði og ekkert annað. aflinn alls 96,5 tonn í aðeins fimm róðrum eða 19,3 tonn í róðri. og sem dæmi um mokið þá kom Auðbjörg SH með 65,5 tonn í aðeins þremur róðrum á þremur dögum. 18, 19 og 20 mars. stærsti róðurinn 24 tonn.
Vika 4 frá 21 til 27 mars.
veiðin minnkaði mikið núna eftir mokið og var aflinn 36,6 tonní 5 róðrum eða 7,3 tonn í róðri,
Vika 5 frá 28 til 31 mars.
Ekki löng í mars og var aflinn 15,9 tonn í 2 róðrum,
Feikilega góður mánuður hjá Auðbjörgu SH sem endaði með 266,2 tonn í 25 rórðum eða um 10,6 tonn í róðri,
að ofan þá minntist ég á að aflinn hjá þessum 47 tonna báti hafi verið meiri enn hjá mörgum miklu stærri bátum og hérna eru nokkur dlmi.
Fróði ÁR 251 tonn í 21
Stafnes KE 233 tonn í 20
Glófaxi VE 238 tonn í 24
Sveinbjörn Jakopsson SH 248 tonn í 25
Ólafur Bjarnarson SH 228 tonní 25,
Þetta er bara brot enn þessi bátar sem eru þarna nefndir að ofan eru miklu stærri bátar enn Auðbjörg SH var, og því er þessi mokafli hjá Auðbjörgu SH í mars í árið 1982 ansi merkilegur svo ekki sé meira sagt.
Auðbjörg SH mynd Ævar Guðmundsson