Mokveiði hjá Auði Vésteins SU, 2017
Janúar mánuður var ansi góður fyrir bátanna sem að Einhamar í Grindavík á og gerir út. Gísla Súrsson GK og Auði Vésteins SU. Samanlagður afli þessara báta var um 520 tonn.
núna í febrúar þá hefur afli þessara báta verið áfram mjög góður, báðir bátarnir hafa verið á veiðum fyrir austan og voru fyrst að landa á Stöðvarfirði enn hafa fært sig til Djúpavogs.
Theódór Ríkharðsson skipstjóri á Auði Vésteins SU , eða Teddi eins og hann er kallaður er einn af tveimur skipstjórum sem eru á Auði Vésteins SU og hann setti vel í bátinn sinn núna snemma í febrúar.
Yfir 500 kíló á bala
Landað var úr bátnum 21,3 tonn og var það svo til allt þorskur. Teddi sagði í samtali við Aflafrettir að þeir hefði verið 25 mílur frá Djúpavogi að veiðum og fengu þeir þennan afla á 17 þúsund króka. Þetta gerir um 38 bala og er því aflinn algjört mok. 560 kíló á bala.
Teddi sagði í samtali við Aflafrettir að þeir hefði verið með 2600 króka í sjó þegar þeir fóru út og lögðu línuna. uppúr sjó og blautt á vigt þá vigtaði aflinn 27,7 tonn.
Teddi sagði að báturinn hefur borið þennan afla ansi vel, og allur aflinn var kældur niður í krapa í vél sem er um borð.
Myndir Kiddi