Mokveiði hjá Bergvík GK,2019


Núna fer vetrarvertíðin að komast í fullan gang og veiði bátanna að fara að aukast.

þeir eru reyndar ekki margir netabátarnir eftir.  Á suðurnesjunum þá eru núna á vertíðinni ekki nema  6 netabátar á veiðum.  Hraunsvík GK úr Grindavík, og Erling KE.  Bergvík GK.  Grímsnes GK , Maron GK og Halldór Afi GK,

Bergvík GK sem er undir skipstjórn Hafþórs Örns Þórðarssonar byrjaði á netaveiðum í nóvember í fyrra og byrjaði að róa frá Keflavík en frá því í desember  þá hefur báturinn róið frá Sandgerði,


núna í janúar þá hefur báturinn mokveitt 

Hafþór hefur farið út ásamt áhöfn bátsins sem telur 3 menn með Hafþóri með 4 trossur út og voru 7 net í trossu, alls 28 net. .  þeir hafa ekki þurft að fara langt út, rétt um 30 mín til 45 mín stím út frá sandgerði.

mest hafa þeir komið með um 12 tonn í land sem fengust í aðeins 4 trossur, og þegar Aflafrettir hittir Bergvíkina GK í Sandgerði þá voru þeir með um 9 tonn í aðeins 3 trossur og þurftu að skilja eftir eina trossu í sjó, 

því veður var tekið að versna og dró áhöfnin á Erling KE síðustu trossuna,

Þegar þetta er skrifað þá er Bergvík GK kominn með um 60 tonn í land í aðeins 7 róðrum 


Aflafrettir tóku video af bátnum koma til hafnar núna til Sandgerðis 

Horfa má á videoið hérna .......... og líka bara beint á forsíðu aflafretta


Bergvík GK mynd Gísli Reynisson