Mokveiði hjá Betu GK
Janúar mánuður er búinn að vera ansi skrautlegur, hann byrjaði nokkuð vel enn síðan kom mjög langur
brælukafi þar sem endalaus norðanáttin gerði það að verkum að minni bátarnir komust ekkert á sjóinn í hátt í 10 daga
á Suðurnesjunum þá voru ansi margir bátar í Sandgerði sem lítið gátu róið og fóru einhverjir til Grindavíkur og réru þaðan
eftir að norðanbálinu lauk þá hefur verið mokveiði utan við Sandgerði, og miðað við árstíma þá er þetta frekar óvenjulegt
því vanalega er mest veiðin í lok febrúar og í mars.
Strákarnir á Betu GK hafa fiskað mjög vel núna síðustu daganna í janúar
og enduðu janúar á fullfermi.
á 6 dögum þá landaði báturinn um 46 tonnum eða 7,6 tonn í róðri
af því þá var Beta GK með 34,3 tonn í aðeins 3 róðrum
Síðasti róðurinn í janúar var ansi góður og fullfermi, eða um 14,5 tonn
Þessi afli fékkst á 14 þúsund króka og það er um 33 balar.
reiknað á bala þá er þetta um 440 kíló á bala.
Beta GK var ekki sá eini sem fiskaði vel þennan dag. Daðey GK og Sævík GK voru báðir með rúm 12 tonn þennan dag
Beta GK með fullfermi Mynd reynir SVeinsson
Allt fullt hjá Betu GK Mynd frá þeim
Sævík GK með 12 tonn Mynd Gísli Reynisson