Mokveiði hjá Birtu SH
eins og veðráttan hefur verið núna frá áramótum þá hafa dagar þar sem sjómenn á minni bátunum
hafa komist út verið ansi fáir, en þá daga sem þeir hafa komist á sjóinn þá hefur veiðin verið mjög góð og allt að mokveiði,
Birta SH
Kristinn Ólafsson skipstjóri og útgerðarmaður Birtu SH 203 hefur gert út þennan sómabát síðan hann var smíðaður árið 1995.
Birta SH var einmitt aflahæsti báturinn á landinu árið 2021 í sínum flokki báta að 8 bt.
og núna árið 2022, þá komst Birta SH aðeins í 3 róðra í janúar,
Febrúar
núna það sem af er febrúar þá hefur Birta SH komist í einn róður enn sá róður var nú heldur betur mokveiði,
Kristinn fór með syni sínum Andra Ottó út á Birtu SH og fór þeir útá Flákagrunn með 18 bala.
8 balar
þegar byrjað var að draga þá kom í ljós að það var eitthvað mikið í vændum og þegar búið var að draga aðeins 8 bala
þá var Birta SH orðinn fullur af fiski. var þá silgt til Grundarfjarðar og uppúr bátnum komu 4,7 tonn.
það gerir um 588 kg á bala,
Fóru aftur út
þeir feðgar fóru aftur út til þess að draga restina af bölunum og þeir náðu að draga alla 10 balana sem eftir voru í sjó.
komu í land aftur til Grundarfjarðar og aftur með fullan bát,
uppúr Birtu SH komu 4,6 tonn á þessa 10 bala og því um 460 kg á bala,
Samtals kom því Birta SH með 9,25 tonn í land sem fengust á þessa 18 bala og það gerir um 514 kg á bala,
þetta er mok og ekkert annað
Mesti afli bátsins
Kristinn sagði í samtali við Aflafrettir að hann hefði aldrei áður lent í svona rosalegri mokveiði, enn þetta tók líka
ansi mikinn toll af þorskkvóta bátsins, en á honum er um 50 tonna kvóti.
Erfitt að fá kvóta
Sagði Kristinn að mjög erfitt væri að fá þorskkvóta leigðan, og verðin á leigðum kvóta væri nokkuð mikið og
lítið uppúr því að hafa.
Ekki var tekinn mynd af bátnum koma með þennan mokafla í land og því nota ég mynd sem ég á í mínu safni
Birta SH mynd Magnús Jónsson