Mokveiði hjá Björgvin EA,,2017

Mikið í gangi í íslenska togaraflotanum eins og margt oft hefur verð greint frá hérna á siðunni.  Nú þegar eru komnir alls 5 nýir ísfiskstogarar.  Engey RE  og Kaldbakur EA sem báðir hafa hafið veiðar.  auk þeirra eru komnir Akurey AK.  Björgúlfur EA og Drangey SK,


tveir þessara togara hafa hafið veiðar.  Engey RE og Kaldbakur. en auk þeirra eru þarna skipin sem hafa iðulega verið í toppsætunum núna í ár.  Helga María AK og Málmey SK,

Áhöfnin á Björgvin EA 
Öll þessi skip eru reyndar að horfa uppá það núna í september að áhöfnin á Björgvin EA er heldur betur að mokveiða núna í september og gefa öllum hinum skipunum bara langt nef.

Fullfermi hjá Björgvin EA er um 170 tonn og hefur veiðin hjá þeim verið algjör ævintýri núna í sept,

Þegar þetta er skrifað þá eru þeir á Björgvin EA búnir að landa um 793 tonn í aðeins 5 löndunum eða 158 tonn í löndun,

Túrarnir hafa allir verið mjög stuttir og sem dæmi má nefna að  nýjasta löndun togarans var 164 tonn eftir aðeins 4 daga höfn í höfn,.  og gerir það um 41 tonn á dag,

Besti túrinn var þó snemma í september enn þá kom Björgvin EA með 164 tonn eftir aðeins 3 daga höfn í höfn.  og gerir það 55 tonn á dag,

ekki er mánuðurinn búinn og þeir á Björgvin EA eiga möguleika á að ná yfir 900 tonnin og innsilga þannig mokmánuð sem þessi mánuður er búinn að vera.  


Björgvin EA Mynd Steindór Guðjónsson