Mokveiði hjá Breka VE. sérstaklega túr númer 4

þá er nýjsti listinn yfir togaranna kominn á Aflafrettir og þar er togarinn Breki VE kominn á toppin,


Breki VE var reyndar búinn að vera í ansi ævintýralegri mikilli mokveiði, því túrarnir hjá Breka VE hafa allir verið mjög stuttir

lítum aðeins á það

Breki VE byrjaði á því að landa í Þorlákshöfn um 31 tonn sem fékkst eftir einn dag á veiðum,

næsti túr var 159,4 tonn sem fékkst eftir  aðeins 3 daga eða um 53 tonn á dag,

Túr númer 3 var líka ansi stuttur því þá landaði Breki VE 141,4 tonn eftir aðeins 3 daga á veiðum eða 47 tonn á dag

 Túr númer 4
túr númer 4 var ansi merkilegur

Hann var langstærsti túrinn hjá togarnum í apríl eða 164,5 tonn en fékkst eftir aðeins rúma 2 daga á veiðum.

þetta er um 80 tonn á dag.  af þeim afla var þorskur 115 tonn og ufsi 28 tonn,

nýjasti túrinn var aðeins 3 dagar og aflinn 45 tonn á dag,

Breki VE er búinn að halda sig á veiðum skammt utan við Vestmanneyjar í apríl og hefur fenigð þessa mokveiði þar

en þessi stóri túr 164 tonn á svona stuttum tíma er ansi magnað 


Alls er núna togarinn kominn með um 640 tonn í apríl í 5 löndunum enn veiðidagarnir á bakvið þann afla eru mjög fáir 


Breki VE mynd Hólmgeir Austfjörð