Mokveiði hjá Bylgju VE. ,2018
Eins og kom fram og mátti fylgjast með hérna á aflafrettir.is þá mokveiði hjá togurunum og togbátunum í maí þar sem að ansi margir togarar náðu yfir 900 tonn á einum mánuði.
Togarinn Bylgja VE tók kanski ekki mikinn þátt í þessu moki því að Bylgja VE landaði einungis tvisvar í maí og var með rétt um 160 tonn í tveimur löndunum.
Aftur á móti þá hefur júní mánuður heldur betur byrjað vel hjá Bylgju VE. og höfum í huga að Bylgja VE flokkast með 4 mílna togari og er því í hópi með t.d Sóley Sigurjóns GK. Þórunni Sveinsdóttir VE, Bergi VE, Gullbergi VE og Sóley Sigurjóns GK.
Bylgja VE aftur á móti er með minnsti skipunum í þessum flokki, er einungis 36,6 metra langur. til samanburðar þá er Berglín GK rúmir 40 metrar og Þórunn SVeinsdóttir VE um 40 metrar og Sóley Sigurjons GK 42 metra langur,
Mokveiði er búið að vera hjá Bylgju VE núna í júni og það þannig að eftir sé tekið,
öfugt við marga aðra togara sem halda sig svo til við sömu löndunarhöfnina þá hefur Bylgja VE landað ansi víða núna í júni.
Byrjaði í Vestmannaeyjum. þaðan til Grundarfjarðar, þaðan til ÍSafjarðar og þaðan aftur til Grundarfjarðar
aflinn, hvernig hefur hann verið.
jú vægast sagt all svakalegur,
Togarinn kom til ÍSafjarðar 9 júní eftir einungis um einn daga á veiðum og rúmlega það, því að togarinn hafði verið í Grundarfirði 7.júní og kom til ÍSafjarðar með 76 tonna afla.
næsti túr á eftir var nú ekki mikið lengri, því Bylgja VE kom til hafnar 11.júní og aftur með fullfermi eða tæp 80 tonn eftir rúmlega einn dag á veiðum,
í báðum þessum mokveiði túrum þá var ufsi uppistaðan í aflanum og þorskur þar á eftir. Reyndar í seinni túrnum þá var ufsi um 60 tonn af aflanum,
Og já vertíðaruppgjörið er komið. um vertíðina 2018--1968. 8315575 og á facebook gísli reynisson hægt að panta
Bylgja VE mynd Þórhallur Sófusson Gjöveraa