Mokveiði hjá Cuxhaven. ,2019


Togarinn Cuxhaven sem er í eigu DFFU í Þýskalandi og Samherji á hlut í 

hefur verið núna að veiðum í grænlensku lögsögunni.  Utan við 200 sjómílur íslensku landhelginnar,

Togarinn kom til íslands snemma í júní og var á veiðum allan júní og er ennþá á veiðum þar og hefur landað öllum afla sínum á Akureyri,

Óhætt er að segja að Cuxhaven hafi veitt mjög vel 

því í 5 löndunum þá hefur togarinn landað alls 1632 tonnum eða 327 tonn í löndun,

Túrarnir hafa allir verið mjög stuttir eða í kringum 6 dagar höfn í höfn og er því meðalaflinn um 47 til 57 tonn á dag miðað við höfn í höfn,

Ef einungis er miðað við veiðidaganna sjáfla þá hækkar aflinn á dag verulega

t.d landaði togarinn 335,5 tonnum snemma í júlí og var það eftir 7 daga höfn í höfn, en 5 veiðidaga og er það því 67 tonn á dag,

einn sólarhring tekur að sigla á miðin,

besti túrinn var seint í júní en þá landaði Cuxhaven 333 tonnum eftir aðeins 4 veiðidaga og gerir það um 83 tonn á dag

Ef sigling til og frá miðunum er tekin  með þá var þetta 56 tonn á dag

Uppistaðan í aflanum hjá Cuxhaven er þorskur og er hann allur unnin í frystihúsi Samherja á Akureyri og Dalvík,


Cuxhaven Mynd Svein W Pettersen