Mokveiði hjá Daðey GK, þurfti að tvílanda sama daginn

Stormasamur mánuður sem að febrúar er búinn að vera, en eins og við var að búast þá


varð mokveiði þegar að lægði,  og hérna á Aflafrettir hafa verið skrifaðar fréttir um mokveiði hjá nokkrum bátum

t.d Vigur SF.  Einari Guðnasyni ÍS og Margréti GK.

Margrét GK var við veiðar skammt utan við Sandgerði og það mok sem að sá bátur var í dró að sér t.d Kiddó á Daðey GK 

Daðey GK kom fyrst með til Sandgerðis 14,2 tonn sem fengust á 16 þúsund króka.  á bala þá reiknast þetta sem 373 kíló á bala

í næsta róðri á eftir þessum þá var mokveiði hjá áhöfninni á Daðey GK  það mikil að báturinn þurfti að landa tvisvar sama daginn,

Kiddó fór með línuna skammt utan við Hvalsnes, og var með 16 þúsund króka.

Þegar aðeins var búið að draga 7 þúsund króka eða sem svarar 17 bölum, þá var báturinn svo til kominn með fullfermi og ennþá hellingur af línu eftir í sjó

svo þá var bara silgt til SAndgerðis og komu á land 10,4 tonn.  þetta er um 624 kíló á bala.

Aftur var farið út og restin af línunni dregin sem voru 9000 króka eða sirka 21 bali

og á þessa króka fengust alls 12,4 tonn.  og þetta gerir því um 592 kíló á bala,

Samtals gerði því þessi risadagur hjá Daðey GK alls 22,8 tonn, og á bala reiknast þetta sem um 600 kíló á bala og það er ekkert annað enn mokveiði.

Það má geta þess að bróðir Kiddó, hann Óðinn Arnberg var líka með sinn bát Óla á Stað GK á svipuðum slóðum og kom til Grindavíkur með um 21 tonn sem 

fengust líka á um 16 þúsund króka




Daðey GK með 14 tonn í Sandgerði í febrúar 2023.  Myndir Óðinn Arnberg