Mokveiði hjá Doggi F-17-H í Noregi.,,2018
Það er doldið norsk þema í gangi núna í dag á Aflafrettir
enn það er búið að vera mokveiði hjá norsku togurnum núna frá áramótum og sérstaklega núna í febrúar,
Einn af þeim ísfiskstogurunum sem hafa fiskað vel er Doggi F-17-H. Þessi togari er 39,8 metra langur og 10,5 metra breiður. smíðaður árið 2001 og er með 2500 hestafla vél um borð
núna í febrúar þá hefur togarinn veitt ansi vel því að Doggi hefur landað alls 638,6 tonnum í aðeins 3 túrum,
Fyrsti túrinn var 213,3 tonn eftir 6 daga á veiðum eða 35,6 tonn á dag
túr númer 2 var 212,6 tonn eftir fimm daga á veiðum eða 42,5 tonn á dag
og þriðji túrinn var 212,4 tonn eftir fimm daga á veiðum eða 42,5 tonn á dag.
frá áramótum þá hefur Doggi landað 1775 tonn í 9 túrum eða 197 tonn í túr.
Doggi Mynd Lars Henriksen