Mokveiði hjá Draupnir VE 550, 1983
Það er orðið nokkuð langt síðan ég skrifaði smá klausu um aflatölur aftur í tímann,
ég er núna að vinna í árinu 1983
Trollbátar í Vestmannaeyjum fiskuðu oft ansi vel af ýsu um veturinn og fram í júní
einn af þeim sem fiskaði ansi vel á trollið vertíðina 1983 var Draupnir VE 550,
Þessi bátur var smíðaður í Danmörku árið 1958 og mældist 72 brl
Mars mánuður hafði verið ansi góður hjá Draupnir VE enn þá landaði báturinn um 149 tonnum í 10 róðrum
fyrri hluta af apríl þá mokveiddi Draupnir VE og róðrarnir voru feikilega stórir hjá þessum litla trollbáti,
Mokveiði fyrri hluta apríl
Þetta byrjaði rólega 5.apríl þá koom báturinn með 9,8 tonn í land,
enn 8 apríl þá kom báturinn með fullfermi 40,5 tonn og var ýsa af þeim afla um 24 tonn,
Hafi þessi róður 8 apríl verið stór þá var hann nú lítill samanborið við næstu löndun
þvi að 11 apríl þá kom bátuirnn drekkhlaðinn með 46,5 tonn og af því þá var skarkoli 18,2 tonn og þorskur 19,1 tonn,
Þessi afli er ansi svakalegur. þetta eru um 20 tonn á dag sem er ansi gott á trollbáti sem er ekki nema 72 að stærð,
seinni hluta af apríl þá landaði báturinn þrisvar alls 42,8 tonnum.
Alls gerði því apríl 1983 140 tonn í 6 rórðum eða 23,2 tonn í róðri,
Mikið hefði nú verið flott að sjá mynd af Draupnir VE með 47 tonn
Draupnir VE mynd Tryggvi Sigurðsson