Mokveiði hjá Emil NS og Glettingi NS, Ekki þorskur!, 2017
Já mok veiði fréttir hætta bara ekki hérna á síðunni. forritið mitt góða finnur alla stóra róðra. Við höfum séð fréttir hérna á síðunni um endalaus mok hjá línubátunum sem hafa verið að moka upp þorski,
Tveir bátar frá Borgarfirði Eystri lentu líka í mokveiði núna um daginn, en það sem vekur athygli var að það var ekki þorskur sem þeir voru að mokveiða, nei það var steinbítur,
Kári á Gletting NS og Jón Sigmar á Emil NS fóru báðir út frá Borgarfirði Eystri og silgdu alla leið norður undir Font, enn þangað um 7 klukkutíma stím. Báðir mokveiddu. Glettingur NS kom með 12,9 tonn í land á 30 bala og af því þá var steinbítur 12,1 tonn. þetta gerir um 430 kíló á bala.
Jón Sigmar Sigmarsson skipstjóri og Helgi Hlynur fylltu Emil NS því að úr bátnum var landað 10,2 tonnum og af því þá var steinbítur 9,4 tonn, ( blautt úr bátnum þá voru þetta 11,1 tonn).
Jón sagði í samtali við Aflafrettir að þeir hefðu lagt línuna á 19 til 40 faðma dýpi, og hafði allur aflinn verið settur á markað. fengust um 150 krónur fyrir kílóið að meðaltali og var því aflaverðmætið um 1,6 milljónir króna. Kári á Gletting NS hafði farið þarna nokkrum dögum áður og fengið nokkuð vel af steinbít og fóru þeir því saman út þarna. verðin á mörkuðum hrundu þennan dag, og var um 100 til 150 króna verðmunur á kílóverðinu á steinbítnum á milli róðra hjá t.d Glettingi NS.
Jón tók allan þennan 10,2 tonn afla í bátinn í einni löndun og sagði að báturinn hefði borið þennan afla mjög vel. Steinbíturinn var frekar horaður og var meðalvigtin um 2 kíló af honum. Allur aflinn af báðum bátunum var keyptur af Fiskverkun Kalla og hann tekur fiskinn og flokkar hann og vigtar og sendir svo til Egilstaða á eigin trukki þaðan sem honum síðan ekið til kaupenda.
Kalli sagði í samtali við aflafrettir að loðna væri vaðandi um allt þarna og hefði línuveiði hrunið á meðan loðnan er þarna, enda tekur þorskurinn ekki línu meðan loðnan er þarna.
Allt fullt á Emil NS
Emil NS við bryggju með 10,2 tonn, mynd nokkuð dökk. Myndir Jón Sigmar Sigmarsson
Emil NS Mynd Sverrir Aðalsteinsson
Glettingur NS Mynd Sverrir Aðalsteinsson