Mokveiði hjá Erling KE,2016

Það er ekkert lát á mokveiðinni sem Erling KE er í núna norður af Kolbeinsey á grálúðunni á netunum ,


það sem af er núna í júlí þá hefur báturinn landað 271 tonni í aðeins 7 róðrum eða um 39 tonn í róðri,



Siðustu tveir róðrar hafa verið ansi góðir.  nýjsta löndunin var 56,4 tonn sem var etir 3 daga á veiðum 

og túrinn þar á undan var 56 tonn.

þriðji túrinn var svo 43 tonn,



Erling KE Mynd Davíd Jónatansson



Samherji sem leigir skipið hefur því mátt hafa sig allan við að redda kvóta á Erling KE enn búið er að færa á Erling KE 513 tonn af grálúðu kvóta,

Erling KE var aftur á móti með hátt í 350 tonna óveiddan ufsakvóta, enn mjög erfitt reyndist vera veiða ufsan í net á vertíðinni og sérstaklega haustið 2015.  núna er búið að færa allan þennan óveidda ufsakvóta af Erlings KE yfir á Kaldbak EA og mun hann því reyna að klára að veiða þennan stóra ufsakvóta sem Erling KE á,