Mokveiði hjá Eyja NK,,2017



það er búið að vera ansi góð veiði á sæbjúgu núna í september og ansi margir bátar á þeim veiðum.  flestir þeirra hafa verið á veiðum við austurlandið t.d Þristur BA, Klettur ÍS,  Sandvíkingur ÁR og Sæfari ÁR.   Þristur BA og Klettur ÍS hafa þarna nokkra sérstöðu því þeir draga tvo plóga hvor bátur og í raun má þá segja að bátarnir séu tveimur fleiri útaf þessu,

fimmti báturinn sem er þarna á veiðum er líka eini heimabáturinn og hann er líka minnist sæbjúgubátur landsins.  Eyji NK sem Einar Hálfdánarson á og gerir út.  Hann er líka skipstjóri á bátnum,.

Núna í september þá hefur hann róið báti sínum Eyja NK ásamt Ásgeiri sem er með honuim og hafa þeir verið inná reitnum sem er opið fyrir veiðar þarna við austurlandið.  þeirra svæði hefur verið útaf Gerpi og þar af.

Risafullfermistúr á bátnum
núna í september þá er Eyji NK kominn með um 63 tonn í 12 róðrum og stærsti túrinn hjá þeim var fullfermi og vel það.  þvi báturinn kom til hafnar með 9,4 tonn.    AFlafrettir slógu á þráðinn til Einars og var hann mjög hógvær yfir þessum mikla afla.  enn hann sagði að öll kör og hólf voru full í bátnum.  Fékk hann þennan afla í 16 togum. Sagði Einar að báturinn hefði verið nokkuð aftursiginn enda er plógurinn að aftan og hann er nokkuð þungur og lestin í bátnum nær aðeins aftur í bátinn.  það má geta þess að næsti stóri róður hjá bátnum var um 8 tonn.  
.

Allur aflinn af bátnum er sendur suður til vinnslu og sagði Einar að hann væri að fá um 80 krónur fyrir kílóið og var því þessi fullfermistúr að vera um 750 þúsund krónur. sem er ansi gott dagsverk.  AFlaverðmætið núna í september er að skríða í um 5 milljónir króna.

JHvaðan kemur nafnið Eyji NK?
Aflafrettir spurðu Einar úti nafnið á bátnum.  Eyji NK sem er nokkuð sérstakt.  Einar sagði að báturinn væri skírður eftir  Eyþóri Stefánssyni sem lést í bílslysi í Kambanesi sem er á milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvík í maí árið 2011.  Eyþór var vélstjóri hjá Einar þegar að Einar átti bát sem hét Inga NK ( áður Brík BA).
Virðingarvert hjá Einari að halda uppi minningu Eyþórs með því að skíra bátinn sinn í höfuðið á Eyþóri, enn hann var kallaður  Eyji.


Eyji NK Mynd Guðlaugur Björn Birgisson