Mokveiði hjá Eyrarröst ÍS með aðeins 18 bala.
Það hefur einkennt veiðar línubátanna núna í haust að mjög mikið af ýsu er um allan sjó.
bátarnir hafa verið að fá uppí 80% af afla einstaks róður bara ýsa.
frá Suðureyri hafa bátarnir verið að fiska mjög vel á línuna
einn af minnstu línubátunum sem er að róa frá Suðureyri er Eyrarröst ÍS.
Báturinn er 7,2 tonn af stærð og 9,5 metra langur,
Skipstjórinn á bátnum er ekki nema 20 ára gamall og var með bátinn í sumar á strandveiðunum ,
heitir hann Óliver Eyþór og hann lenti heldur betur í mokveiði fyrir nokkrum dögum síðan,
en hann fór þá út með aðeins 18 bala, enn kom í land með smekkfullan bát af fiski.
því alls var í bátnum 5,5 tonn af fiski. af þeim afla þá var ýsa 4,6 tonn og þorskur 880 kílói,
þetta er um 305 kíló á bala,
Myndir Þorleifur K Sigurvinsson