Mokveiði hjá Eyrúnu ÁR í mars 1996.

ég hef verið að fara með ykkur í nokkrum færslum í mars árið 1996


enn þá var mokveiði hjá mörgum netabátum og hef ég hérna fjallað um 
Faxafell HF,  Íslandsbersa HF.  Mána GK og Ósk KE,

hérna ætla ég að líta á með ykkur bát sem kanski má segja að hafi verið í hópi með minnstu bátunum utan við 
Faxafell HF og Íslandsbersa HF

þessi bátur hét Eyrún ÁR og er þessi bátur í fjörunni rétt við Töskuvita á leiðinni inn til Rifshafnar.

Eyrún ÁR  er um 15,8 metra langur eikarbátur og aðeins um 26 tonn af stærð,

í mars þá mokveiddi báturinn eins og sést hérna að neðan og landanir hjá bátnum er þannig 

að alveg óhætt er að segja að báturinn hafi gjörsamlega verið drekkhlaðinn þegar í land var komið til að mynda 26 mars þegar að báturinn kom með 
tæp 21 tonn í land og 28 mars þegar báturinn kom með tæp 20 tonn í land

Alls landaði Eyrún ÁR í mars 1996 samtals  220,2 tonn í 19 róðrum eða 11,6 tonn í róðri.  

semsé drekkhlaðinn bátur svo til í hverjum róðri

Ef þið viljið panta vertíðaruppgjörið sem er 46 blaðsíður þá er best að hringja í 7743616, Hrefnu eftir kl 1600 á daginn




Eyrún ÁR 66
Dagur Afli Höfn
1 4.36 Þorlákshöfn
4 5.57 þorlákshöfn
5 9.60 þorlákshöfn
6 5.44 þorlákshöfn
15 2.12 þorlákshöfn
16 6.58 þorlákshöfn
17 17.68 þorlákshöfn
18 15.25 þorlákshöfn
19 11.50 þorlákshöfn
20 16.15 þorlákshöfn
21 8.49 þorlákshöfn
24 7.57 þorlákshöfn
25 18.52 þorlákshöfn
26 20.70 þorlákshöfn
27 8.44 þorlákshöfn
28 19.86 þorlákshöfn
29 15.72 þorlákshöfn
30 13.22 þorlákshöfn
31 13.46 þorlákshöfn


Eyrún ÁR mynd Vigfús Markússon