Mokveiði hjá Eyvindi KE í Bugtinni í júlí árið 1996.

það var á árum áður að seinnipartinn í júlí ár hvert að þá opnuðust fyrir veiðar með dragnót

inn í Faxaflóanum.   þessar veiðar voru oftast kallaðar bugtarveiðarnar.
og voru að mestu bundnar við veiðar á kola sem var í Faxaflóanum og mátti vera lítil prósenta af þeim afla þorskur.

Það voru aðalega bátar frá þremur höfnum sem stunduðu þessar dragnótaveiðar í FAxaflóanum.  
það voru bátar frá Akranesi, Reykjavík og Keflavík,

Keflavík var langstræsta höfnin í þessum veiðum .

og þar voru líka ansi margir systurbátar eða svokallaðir Vararbátar.  það eru um 30 tonna eikarbátar sem voru smíðaðir
hjá Vör HF á Akureyri.

til að mynda þá voru þar Erlingur GK 212, sem heitir árið 2023, Seaflower EA og er hvalaskoðnunar bátur,
síðan var Sæljón RE sem heitir árið 2023 Andvari VE og er þetta eini Vararbáturinn sem ennþá er gerður út.

Haförn KE var líka á þessum veiðum en þar var Karl Ólafsson skipstjóri sem er árið 2023 með Maggý VE og sinn eigin bát Gréta GK á strandveiðum.

og síðan var það Eyvindur KE 37, sem heitir árið 2023, Sæborg ÞH og er hvalaskoðunar bátur frá Húsavík.

árið 1996 þá byrjuðu allir bátarnir þessar bugtarveiðar um miðjan júlí.

og allir bátarnir náðu að fara í 10 róðra og var aflinn hjá þeim nokkuð góður. voru með þetta 70 til 90 tonn eftir þessa 10 róðra.

nema Eyvindur KE.

Hann réri frá KEflavík og fyrsta löndun bátsins var 19,3 tonn sem er fullfermi og vel það, og uppistaðan í aflanum koli.

síðan hélt mokið áfram hjá Eyvindi KE, því að í fyrstu fjóru róðrunum þá landaði Eyvindur KE , alls 58,6 tonnum eða um 14,6 tonn í róðri.

Heildaraflinn hjá bátnum í júlí var 108,8 tonn í þessum 10 róðrum eða 10,8 tonn í róðriþ

Hérna að neðan má sjá aflan per dag hjá bátnum


Dagur Afli
15.7 19.3
16.7 14.7
17.7 12.5
18.7 12.1
19.7 9.5
22.7 8.9
24.7 6.6
25.7 7.2
26.7 11.1
29.7 6.8

Má geta þess að Eyvindur KE var langaflahæstur af þeim bátum sem voru í bugtinni í júlí árið 1996, og var með aflahæstu dragnótabátum á landinu í júlí 1996.

þeir bátar sem voru með meiri afla en Eyvindur KE voru allt stálbátur og margfalt stærri en Eyvindur KE,
til að mynda þá var Jón á Hofi ÁR aflahæstur með 245 tonn afla, en sá bátur var 334 tonna bátur en Eyvindur KE aðeins um 30 tonna bátur.


Eyvindur KE mynd Tryggvi Sigurðsson