Mokveiði hjá Faxaborg SH 217 í maí árið 2000
Fyrsti breytti línubáta listinn fyrir árið 2024, kom hérna á Aflafrettir.is fyrir nokkrum dögum síðan
og þó svo að fyrst þegar ég kynnti þennan breytta lista þá vakti það mjög neikvæða gagnrýni
enn eftir að fyrsti listinn kom þá haf lesendur tekið honum betur.
Faxaborg SH
mér var bent á það að það vantaði þarna bát sem réri á línu með beitningavél árið 2000, enn það er Faxaborg SH 217
bátur með sknr 257. en KG Fiskverkun á Rifi gerði bátinn út,
og gerði bátinn út bæði á línu með beitningavél og líka á netum.
og þessi pistill kynnir okkur aðeins fyrir mokveiði sem að báturinn fékk á netunum í maí árið 2000.
en báturinn hóf árið 2000 á línu og var á línu fram í mars þegar að báturinn fór yfir á netin.
Réri Faxaborg SH á netum frá Rifi í mars og apríl
Mokveiddi í maí
enn í maí þá fór báturinn suður og réri frá Þorlákshöfn og síðan Vestmannaeyjum og veiddi vægast mjög vel
svo vel að þegar að maí mánuðurinn árið 2000, þá gerði áhöfnin á bátnum sér lítið fyrir og varð næst aflahæsti netabátur
landsins í maí árið 2000. einungis Brynjólfur VE var með meiri afla.
Faxaborg SH landaði nefnilega alls 300,6 tonnum í 18 róðrum , og það gerir um 16,7 tonn í róðri.
Brynjólfur VE og Faxaborg SH voru einu netabátarnir í maí árið 2000 sem yfir 300 tonnin náðu.
Hérna að neðan má sjá aflann per róður hjá Faxaborg SH í maí árið 2000
enn í framhaldinu af þessu þá mun báturinn verða á línulistanum nýja, enn verður reyndar ekki með þegar að báturinn fer yfir á netin
Dagur | Afli | Höfn |
2.5 | 8.42 | Þorlákshöfn |
3.5 | 11.03 | þorlákshöfn |
4.5 | 17.01 | þorlákshöfn |
5.5 | 7.65 | þorlákshöfn |
9.5 | 7.63 | þorlákshöfn |
10.5 | 5.61 | þorlákshöfn |
11.5 | 10.03 | Vestmannaeyjar |
13.5 | 31.18 | vestmannaeyjar |
15.5 | 39.69 | vestmannaeyjar |
16.5 | 16.17 | vestmannaeyjar |
19.5 | 33.02 | þorlákshöfn |
23.5 | 20.93 | vestmannaeyjar |
24.5 | 16.80 | vestmannaeyjar |
25.5 | 20.37 | vestmannaeyjar |
26.5 | 18.12 | vestmannaeyjar |
28.5 | 22.03 | vestmannaeyjar |
29.5 | 5.88 | vestmannaeyjar |
30.5 | 9.06 | vestmannaeyjar |
Faxaborg SH mynd KG fiskverkun