Mokveiði hjá Fjölni GK. 8.feb eftir brælutíð

veðurfarið núna í janúar á þessu ári var bara ansi gott, og það gott að meira segja nokkrir handfærabátar náðu að komast á sjóinn.


en það er nú þannig að allt sem er gott, tekur enda, og 29.janúar þá tóku veðurguðirnir við sér og heldur betur sáu til þess 

að svo til enginn komst á sjóinn ekkert fyrr enn 8.febrúar, semsé stopp í 10 daga

og það var eins og við mannin mælt að loksins þegar að bátarnir komust út þá var mokveiði.  

frá Sandgerði frá fóru allir dragnótabátarnir á sjóinn og fimm línubátar,.

tveir þeirra, Margrét GK og Óli á Stað GK fóru út, lögðu, drógu, lögðu síðan línuna aftur , en í millitíðinni komu til Sandgerðis og lönduðu

voru þeir báðir með línuna svo til utan við Stafnes og Hafnir.  

FJölnir GK fór aðeins sunnar, eða utan við Hafnarberg og lenti þar heldur betur í mokveiði,

hann fór út með 17400 króka, það reiknast sem um 41 bali.  

og eftir að hafa dregið aðeins helminginn af línunni þá var báturinn orðinn fullur og því var farið til Sandgerðis og landað og síðan

út aftur og restin af línunni dregin.

nokkuð merkilegt er að báðir þessir tveir róðar voru svo til jafn stórir

fyrri löndunin var 14,2 tonn og sú seinni tæp 14.3 tonn.

samtals var því þessi mokdagur hjá Fjölni GK alls 28,5 tonn,

og ef við reiknum það á bala  þá er þetta um 696 kíló á bala

það er Mokveiði og ekkert annað.

Þess má geta að á myndinni að neðan, þá eru Fjölnir GK og Margrét GK báðir að landa í Sandgerði fyrir hádegi.

Fjölnir GK var þarna með helming af línunni, 14,3 tonn og Margrét GK var með heila lögn um 18,3 tonn

Mynd Gísli Reynisson