Mokveiði hjá Freyju RE ,1983

Bátarnir sem eru 29 metra langir og eru á togveiðum, mega veiða upp að 3 mílum hérna við landið.  á Aflafrettir þá eru þessi bátar flokkaðir sem trollbátar, enn í raun má segja að þeir séu litlir ísfiskstogarar,


Ef horft er á togbátanna sem ekki taka trollið inn að aftan, þá eru þeir frekar fáir eftir, Sigurður Ólafsson SF og Fróði II ÁR taka báðir trollið inná síðunni,

1983 sem ég er að vinna í þá voru trollbátarnir ansi margir og einn af þeim sem fiskuðu ansi vel var trollbáturinn Freyja RE 38,
báturinn réri frá Þorlákshöfn yfir vertíðina og átti ansi góðan apríl mánuð.

Því að Freyja RE landaði alls 371 tonn í 8 róðrum eða 46 tonn í róðri,

Eins og sést þá voru nokkrir fullfermis túrar eða yfir 60 tonn hjá Freyju RE  og  algjör mok var fyrstu daganna eins og sést á töflunni að neðan.  62 tonn eftir um 30 klukkutíma á veiðum

Uppistaðann í aflanum hjá Freyju RE í apríl 1983 var ýsa





Dagur Afli
6.4 64.96
8.4 61.96
11.4 58.96
15.4 29.146
17.4 30.146
20.4 30.663
25.4 37.001
30.4 57.999


Freyja RE mynd Tryggvi Sigurðsson