Mokveiði hjá Grímsnesi GK á ufsa

Grímsnes GK.  


eru menn orðnir þreyttir á því að sé verið að skrifa aftur frétt um þennan merkilega bát?

nei vona ekki, enn eins og hefur verið rakið hérna á afllafrettir þá var þessi mikli netabátur frá veiðum í um 6 mánuði vegna

mjög alvarlegra vélarbilunar en hann fór síðan á veiðar undir stjórn Sigvalda Hólmgrímssonar

og fór beint á ufsaveiðar í kringum Vestmanneyjar

og óhætt er að segja að Sigvaldi og hans áhöfn hafi mokveitt

fyrsti róðurinn var 18,7 tonn þann 18 ágúst

síðan kom annar róður 21 ágúst sem var 23,6 tonn

Fullfermi í 9 trossur
síðan kom smá pása og engin löndun fyrr enn 26 ágúst  sem það var stór löndun , 28,6 tonn sem fékkst í aðeins 9 trossur

enn síðan þá, þá fór Grímsnes GK á sjó alla daga og landaði á hverjum degi fram til 1.september

og landaði Grímsnes GK 124 tonn í 6 róðrum en landað var daglega,

alls var Grímsnes GK með í águst 166 tonn í 8 róðrum og höfum í huga að báturinn landaði ekki fyrr enn 18 ágúst,

af  þessum afla þá var ufsi 156 tonn,

jglæsileg byrjun á ufsavertíðinni hjá Sigvalda og hans áhöfn á Grímsnesi GK


Grímsnes GK mynd Jón KR