Mokveiði hjá Guðrúnu Petrínu GK í lok árs 2020.
jæja þá er má segja árið 2020 að verða búið og það voru þónokkrir bátar sem fóru á sjóinn þessa fáu daga
sem hægt að róa á milli hátíðanna.
í Sandgerði fóru ansi margir bátar á sjóinn og það var feikilega góð veiði utan við Sandgerði og inn í Faxaflóa þar sem að bátarnir fóru nokkrir
Dóri skipstjóri og eigandi af Guðrúnu Petrínu GK lenti í ansi góðri veiði núna í dag 30 des og í gær 29 des
hann fór út báða daganna með 32 bala og kom fyrst með 8,1 tonn í land og í dag um 7,5 tonn.
þetta gerir á bala um 253 kíló fyrri daginn og í dag 234 kíló.
Hefur því Guðrún Petrína GK landað um 15,6 tonnum á þessum síðustu 2 dögum ársins 2020.
heldur betur góður endir á árinu 2020
Ég held svo áfram að hvetja ykkur til þess að fara hingað,
Dóri í bátnum sínum enn þarna var búið að hífa aðeins úr bátnum
Allur aflinn hjá bátnum fer á fiskmarkað nema það sem að Dóri tekur í hús til sín,
enn hann er að búa til Harðfisk undir nafninu Stafnes og þar sem ég er nú mikill harðfisk kall þá
er ekki hægt að horfa fram hjá því að harðfiskurinn hans er alveg feikilega góður, og hvet ég fólk til þess að reyna að
nálgast harðfiskinn hjá Dóra, sem heitir Stafnes
Myndir Gísli reynisson