Mokveiði hjá Hafnarey SU fyrir jólin 2025
á Austfjörðum var á árunum frá 1980 og fram yfir 1990 þá voru togarar í hverju einasta sjávarplássi á Austfjörðum.
Togarnir voru flestir það sem kalla mætti stórir togarar sem þýddi að þeir gátu komið með vel yfir 150 tonn og allt um og yfir 200 tonn í löndun,
Breiðdalsvík
einn bær skar sig þó doldið úr togaradæminu á Austfjörðum, en það var Breiðdalsvík, þar var líka togari en togarinn sem var keyptur þangað
var töluvert minni enn hinir sem voru á austfjörðum og í raun þá var sá togari minnsti togarinn sem var gerður út frá Austfjörðum, hét sá togari Hafnarey SU.
Togarinn var seldur í burtu árið 1995
Saga þessa togara er nú reyndar þannig að hann er ennþá til í dag og heitir Jón á Hofi SI.
Hafnarey SU
nafnið Hafnarey SU hefur fylgt bænum ansi lengi og núna árið 2025 þá er enginn togari gerður út þaðan, en Elís Pétur Elísson hefur heldur
betur tekið þátt í mikilli uppbyggingu í bænum, hefur stofnað brugghús, er kominn með nokkuð öfluga fiskvinnslu og hefur verið að kaupa báta.
Elís og Sandgerði
Elís er nokkuð hrifin af Sandgerði en hann hefur keypt Fjóra báta þaðan, hann keypti Magga Jóns KE árið 2015 sem fékk nafnið Elli P SU, og síðan nokkrum árum síðar
þá kaupir hann Njál RE sem reyndar þá var orðin HU og ÓF, og skírir hann Silfurborg, og á svipum tíma þá keypti hann Guðrúnu GK sem hafði þar áður heitið
Pálína ÁGústdóttir GK.
Dóri GK og núna Hafnarey SU
og nú það nýjasta að var að hann kaupir bátinn Dóra GK frá NEsfiski í Garðinum, en Dóri GK hafði ekki verið gerður út síðan í maí árið 2022.
Elís byrjar á því að skipta um vél í bátnum og báturinn fékk nafnið Hafnarey SU 706 , og óhætt er að segja að það hafi gengið mjög vel á bátnum síðan hann hóf
róða um miðjan september 2025
í október á endaði Hafnarey SU í þriðja sæti á sínum lista ( bátar að 21) og var einn af fjórum bátum sem náði yfir 120 tonna afla í október
í nóvember þá gekk líka vel á Hafnarey SU, en báturinn lenti þá í fimmta sætinu og aftur þá náði báturinn yfir 100 tonna afla,
og núna í desember þá hefur heldur betur mokveiðst á bátinn,
Mokveiði í desember
Skipstjóri á bátnum síðan hann hóf veiðar er Gunnsteinn Þrastarson sem er heimamaður á Breiðdalsvík og áhöfnin á Hafnarey SU eru allt
heimamenn á Breiðdalsvík.
í desember þá hefur báturinn aðeins farið í þrjá róðra enn hefur mokveitt í þeim öllum. báturinn var með línuna út við Papey en frá Breiðdalsvík er um tveggja til þriggja klukkustunda
stím og í fyrsta róðrinum
þá kom báturinn með 19,1 tonn í land og myndirnar að neðan eru frá þeim róðri. þessi afli fékkst á 17 þúsund króka, og það reiknast sem 40 balar
og á bala er þetta því um 478 kíló á bala.
mokveiði en til að bæta um betur þá í næsta róðri á eftir þessum þá fór áhöfnin á Hafnarey SU með sama krókafjölda og kom með einn meiri afla í land
því landað var úr bátnum 21,8 tonni og það reiknast sem 545 kíló á bala sem er mokveiði og vel það,
í þriðja róðrinu þá ákváðu þeir að fækka krókunum niður í 12 þúsund króka, sem reiknast með 28 balar, enn fengu engu að síður á þá króka
alls 13,3 tonn og það reiknast sem 474 kíló á bala.
sem sé í aðeins þremur róðrum þá landaði Hafnarey SU alls 54 tonn sem er feikilegur afli í svona fáum róðrum,
Þegar að báturinn hét Dóri GK þá átti hann ansi oft mjög stórar landanir þá hefur báturinn aldrei komið með yfir 20 tonn í einni löndun
á línu, en reyndar þá hét báturinn fyrst Keilir II AK og í mars árið 2008, þá kom báturinn með 23,5 tonn í land á netum.
Lokaorð
Gott að enda þetta á orðum sem Elís segir sem eru ansi góð um þessa mokveiði og þetta góða gengi sem báturinn
hefur haft síðan hann hóf veiðar. " Góð áhöfn og góður bátur"


Hafnarey SU með 19 tonn myndir Elís Pétur Elísson