Mokveiði hjá Harðbak EA.

Heldur betur búið að vera mokveiði hjá togbátunum núna í mars.


flestir togaranna hafa verið á veiðum á svæðinu frá Þorlákshöfn og að Reykjanesvita og þar utan við

t.d á Selvogsbankanum,

29 metra bátarnir eða togarnir sem mega veiða upp að 3 sjómílum hafa ekki farið varhluta af þessu moki

og hafa náð að fylla bátanna sína á einum til 2 dögum,

einn af þeim er Harðbakur EA.

þegar þetta er skrifað þá er Harðbakur EA komin með yfir 900 tonna afla í mars og á möguleika á að ná yfir 1000 tonnin í mars

á síðustu 7 dögum þá hefur Harðbakur EA heldur betur mokveitt

því samtals hefur hann landað 378 tonnum í 5 löndunum á aðeins um 6,5 dögum.  það gerir um 58 tonn á dag

bestu túrinn var 92 tonn eftir aðeins rúman einn sólarhring á veiðum,

Mest öllum þessum afla er síðan ekið til vinnslu á Dalvík og þetta eru gríðarlega margir flutningabílar,

um 36 trukkar þarf til þess að keyra um 900 tonnum af fiski norður til Dalvíkur.


Harðbakur EA mynd Hólmgeir Austfjörð