Mokveiði hjá Havtind. yfir 80 tonn á dag,,2017
Núna í desember þá er búið að vera mjög góð veiði í Noregi og má segja að mokveiði hafi verið. sérstaklega hjá togurunum,
Einn af þeim sem hafa mokveitt núna í desember er Havtind N-10-H
Havtind er vanalega að heilfrysta aflann enn núna er hann á fiska í ís
Togarinn er tæpir 60 metrar á lengd og 13 metra breiður. og er smíðaður árið 2000. er með 3900 hestafla vél um borð,
Togarinn kom til Melbu í Noregi fyrst með 253 tonn sem fengust eftir 7 daga á veiðum. gerir það um 36 tonn á dag,
Enn næsti túr var heldur betur rosalegur. því að Havtind kom með 330 tonn eftir aðeins fjóra daga á veiðum
já fjóra daga og það gerir um 82 tonn á dag. uppistaðan í þessum afla var þorskur
Samtals hefur því togarinn landaið 582 tonn í 2 túrum sem samtals eru 11 veiðidaga langir,
þetta gerir um 53 tonn á dag
Havtind Mynd Guðni Ölversson