Mokveiði hjá Hrefnu ÍS
Suðureyri við Súgangafjörð, kanski einn mesti línubær landsins, saga báta sem gera út á línu frá Suðureyri
er mjög löng og mörg þekkt bátsnöfn sem gerðu það gott á sínum tíma á línu fá finna á Suðureyri.
Núna í dag þá eru nokkrir línubátar gerðir út frá Suðureyri og við sjáum þessa báta ansi oft mjög ofarlega á listum á aflafrettir
og einn af þeim bátum er Hrefna ÍS
Hrefna ÍS byrjaði mars mánuð með látum sem þannig má að orði komast
á fyrsta lista bátar að 21 BT þá er Hrefna ÍS í sæti númer 2 , enn samt aðeins með einn róður,
Þeir Ómar Sigurðsson skipstjóri og Dominik Bochra fóru út með 32 bala sem voru beittir með loðnu
og lendu heldur betur í mokveiði
því að báturinn kom í land með 16,1 tonn, og af því var steinbítur 12,1 tonn og þorskur 3,9 tonn,
Þessi afli gerir um 504 kíló á bala sem er feikilega gott
enn geta má að þeir nota 500 króka bala, enn bátarnir fyrir sunnan nota flestir um 400 til 420 króka. ef það er reiknað upp
miðað við þá krókafjölda þá eru þetta 38 balar og 423 kíló á bala, sem er bara mokveiði
Ómar og Dominik. Myndir Þorleifur K sigurvinsson