Mokveiði hjá Hrefnu ÍS á steinbít
Þá er steinbítsvertíðin að hefjast að mestu fyrir vestan, en undanfarin ár þá hefur
apríl og hluti af maí verið mjög góður varðandi steinbítinn, og bátarnir oft á tíðum að koma drekkhlaðnir í land
á Vestfjörðum eru nokkrir bátar sem eru í stærðarflokknum að 21 BT, og einn af þeim á sér nokkuð langa sögu
það er Hrefna ÍS frá Suðureyri. en Hrefna ÍS er einn af fáum bátum í sínum stærðarflokki sem rær með balalínu
á Hrefnu ÍS eru tveir menn um borð, en þeir hafa verið þar báðir mjög lengi
Dominik og Patrekur
það eru Dominik Bochra sem hefur á Hrefnu ÍS í um 20 ár og Patrekur Guðni Þórðarsson sem er skipstjóri en þeir tveir hafa
verið saman á bátnum núna í 7ár.
þeir lentu heldur betur í mokveiði fyrir vestan í steinbít núna fyrir nokkrum dögum síðan.
Þeir höfðu fyrst komið með 15,2 tonn til Flateyrar sem fékkst á 32 bala, en fór síðan aftur út
Mokveiði í róðri tvö
og nokkuð langt út, en þeir fóru 24 mílur og og með 32 bala, sem hver var 450 króka.
þar lentu þeir í mokveiði á steinbít og fylltu bátinn og komu til Suðureyrar með rúm 18 tonn
og var steinbítur af þvi 17,6 tonn. þetta samsvarar um 565 kíló á bala sem er bara mok
Allt fullt af loðnu
Þetta var ansi langt út, og sagði Patrekur að ástæða þess að þeir fóru svona langt út var að það var
svo mikið af loðnu stutt frá landi á 18 til 20 faðma dýpi og því fór Patrekur og Dominik lengra út
til að losna við loðnuna. og það borgaði sig, enn mjög gott veður var á miðunuim,
Allur aflinn hjá Hrefnu ÍS fór til vinnslu bæði á Suðureyri og Flateyri.
myndirnar sem eru hérna eru teknar af Guðmundi Elíassyni við Barðann, en hann var þar á
grásleppuveiðum á nýja bátnum sínum Elías Magnússon ÍS



Hrefna ÍS með 18 tonn Myndir Guðmundur Elíasson

Félagarnir á Hrefnu ÍS Vinstri Dominik Bochra og til hægri Patrekur Guðni Þórðarson skipstjóri