Mokveiði hjá Hrönn EA 258

Er að vinna í árinu 1993, og þótt það hafi nú verið ansi gott ár gagnvart fiskveiðum 


þá þýddi það líka endalok fyrir ansi marga báta.  t.d Hilmir SU sem skrifað hefur verið um hérna á Aflafrettir.is

einn af þeim bátum sem endaði sinn fiskveiðiferil á Íslandi var reyndar ekki stór bátur

hann hét Hrönn EA 258.  Þessi bátur var smíðaður á Akureyri árið 1963 og  hét fyrst Auðunn EA 157

var með því nafni í 9 ár.

Báturinn fékk  nafnið Hrönn EA 258 árið 1985, 

en þó að báturinn hafi hætt fiskveiðum, þá er þessi bátur ennþá til , því honum var breytt í hvalaskoðunarbát frá 

Húsavík og heitir Knörrinn,

Árið 1993 var mjög gott ár varðandi fiskveiðar á þessum 21 tonna báti og sérstaklega í april, en þá stundaði báturinn

veiðar á drag og alveg óhætt er að segja að báturinn hafi mokveitt í apríl,

því alls landaði Hrönn EA 258,  104,1 tonni í 18 róðrum eða 5,8 tonn í róðri,  öllum aflanum landaði báturinn á Dalvík

nema einni löndun á Grenivík

3 róðrar af þessum voru fullfermi, því aflinn fór yfir 10 tonn í þessum þremur róðrum,

14,2 tonn,  13,8 tonn og síðan 11,4 tonn.  

Hérna að neðan má sjá aflann per dag hjá Hrönn EA  í apríl árið 1993



Dagur Afli Höfn
2 1.2 Dalvík
7 1.7 dalvík
10 3.8 dalvík
12 2.6 dalvík
13 4.9 dalvík
14 5.1 dalvík
15 9.1 dalvík
18 14.2 dalvík
19 9.5 dalvík
20 11.4 dalvík
21 3.5 dalvík
22 9.7 dalvík
23 3.9 dalvík
24 13.8 dalvík
25 4.2 Grenivík
28 2.6 dalvík
29 1.1 dalvík
30 1.8 dalvík

Þess má geta að Hrönn EA var ansi mikill flakkari, því að báturinn landaði á Grenivík, Dalvík, Hofsósi, Siglufirði og Raufarhöfn þetta

ár 1993.  


Hrönn EA mynd Hafþór Hreiðarsson