Mokveiði hjá Ívari NK 124 árið 1994
Er að vinna í gömlum aflatölum en þó ekki það langt í tímann
er að grúska í árinu 1994
og strax rak ég augun í ansi magnaðar aflatölur um dragnótabá sem var nú reyndar ekki stór
þessi bátur hét Ívar NK 124 og var gerður út frá Neskaupstað í nokkur ár fram til ársins 1999 þegar báturinn var seldur til Ólafsvíkur
Báturinn var smíðaður í Njarðvík af Herði HF sem meðal annars smíðaði bátinn sem í dag heitir Jakop Einar SH og bát sem heitir Drangur ÁR 307
Ívar NK var iðulega gerður út á dragnót og réri þá meðal annars oft frá Bakkafirði um haustin og árið 1994 þá heldur betur fiskaði þessi litli dragnótabátur vel
hann kom til Bakkafjarðar í júlí árið 1994 og réri alveg fram í miðjan nóvember frá bakkfirði
og mokveiði var hjá bátnum í sumum róðrunum
stærsti mánuðurinn hjá Ívar ´NK var í október því þá landaði báturinn 69,6 tonnum í 13 róðrum eða 5,3 tonn í róðri og mest 9,2 tonn í einni löndu
þetta er rosalega mikill afli á báti sem var ekki nema um 19 tonn af stærð og rétt um 12,7 metra langur.
það má geta þess að alls landaði Ívar NK um 205 tonn í dragnótina á Bakkafirði árið 1994 sem er ansi gott miðað við ekki stærri bát
þess má geta að þrátt fyrir mikla leit þá fannst enginn mynd af þessum báti undir nafninu Ívar NK
Hérna að neðan má sjá aflann í október árið 1994 hjá Ívari NK
Dagur | Afli |
1 | 7.1 |
6 | 7.2 |
7 | 2.3 |
8 | 5.6 |
10 | 1.2 |
14 | 7.8 |
16 | 7.3 |
17 | 2.5 |
20 | 5.2 |
21 | 9.1 |
29 | 5.7 |
30 | 5.6 |
31 | 3.2 |
Ívar NK hérna sem Dísa GK mynd Ríkarður Ríkarðsson