Mokveiði hjá Jóhönnu Gísladóttir GK,2019.
Þá er nýjasti línulistinn kominn á síðuna.
og Hörður Björnsson ÞH vekur þar lang mesta athygli
Drottninginn eins og sjómenn kalla Jóhönnu Gísladóttir GK er kominn á toppinn og það eftir risatúr,
Jóhanna Gísladóttir GK var við veiðar á þórsbanka og kom til hafnar á Djúpavogi með risalöndun,
því alls var landað úr bátnum 160,7 tonn,
og er þetta með stærri löndunum hjá Jóhönnu Gísladóttir GK á línuveiðunum,
af þessum afla þá var þorskur 129 tonn, og keila 16,4 tonn,
þorskurinn allur var fluttur til Grindavíkur á trukkum og voru þetta um 5 trukkar sem sóttu aflann austur á Djúpavog og óku honum
Þessi afli fékkst á 124 rekka eða um 149 þúsund króka,
ef aflinn er reiknaður upp í bala sem miðast við 420 króka þá er þetta
453 kíló á bala og það er mokveiði svo ekki sé meira sagt.
Er þá aflinn hjá bátnum komin í 480 tonn í nóvember.

Jóihanna Gísladóttir GK mynd Vigfús Markússon