Mokveiði hjá Jón Ásbjörnsson RE ,2019

Og þá er það frétt númer þrjú í dag varðandi góða veiði línubátanna,


 Fiskaði alla aðra í kaf
Jón Ásbjörnsson RE nefnilega fiskaði nefnilega alla aðra báta á iistanum bátar að 15 Bt í kaf núna á síðasta lista,

því að á meðan aðrir bátar voru með þetta í kringum 20 tonnin í  3 til 4 róðrum, þá var Jón Ásbjörnsson RE með 61 tonní aðeins 4 rórðum,

 Beggi Skipstjóri
Það var ekkert annað í stöðunni enn að heyra í Begga skipstjóra á bátnum og spyrja hann aðeins útí þetta,

Sigurbergur Vigfússon skipstjóri eða Beggi eins og hann er kallaður sagði að þetta hefði verið ansi mikið mok.

Línuna lagði hann grunnt úti með fram suðurströndinni frá um þjórsárósum og austur að markarfljótinu,

línuna lagði hann svo til eins og snákur , í bogadregnum línum,  

 Sat einn af þessu moki
Fyrst um sinn þá var báturinn einskipa á þessum veiðum og hafði Beggi frekar hljótt um þetta mokveiði sína

og sat hann einn af þessum miðum í um 5 róðra, þá kom Júlli á Sævík og náði upp 13 tonnum á aðeins 22 bala ( 10000 króka)  , það gerir um 591 kíló á baka,

Beggi sagði að þeir væri með 16500 króka og gerir það  um 37 bala,

Stærstí róðurinn var 16,1 tonn og gerir það um 435 kíló á bala.   Uppúr sjó þá var það 17,5 tonn að þorski og var 12,2 % af ís sem var síðan dreginn frá. 

Til samanburðar þá var Sighvatur GK með 235 kió á bala og Skúli ST 270 kíló á bala,

61 tonní 4 róðrum gerir um 15 tonn í róðri og til viðbótar þá kominn meiri afli og er því báturinn kominn í um 80 tonn í aðeins 6 róðrum.  

 fleiri komnir á miðin
Þessi mokveiði þarna undir suðurströndinni hefur spurst út, því að bátunum hefur fjölgað nokkuð þarna og kom t.d Von GK alla leið frá Sandgerði þarna á miðin 

enn siglinginn frá Sandgerði og þangað var um 8 klukkutímar,

auk þeirra er Kristín GK og Hrafn GK komnir þangað á veiðar.

Beggi sagði að fiskurinn væri að færa sig vestar og þetta væri boltafiskur, þorskurinn í kringum 10 kíló að meðalvigt.   Allur aflinn fer til vinnslu hjá Fiskkaup sem er eigandinn af bátnum,.  Þeir hafa flökunarvélar sem geta unnið svona stóran fisk,


 ekki fyrsta fréttin  um bátinn
Það má geta þess að þessi frétt er ekki fyrsta fréttin sem hefur verið skrifuð um bátin

því að fyrir ári síðan þá var Gísli Þórarinsson með bátinn og þá lentu þeir líka í mokveiði á sömu slóðum og núna reyndar um miðajn febrúar,

má lesa  þá frétt hérna,




Jón Ásbjörnsson RE mynd Vigfús Markússon


Landað úr Jón Ásbjörnsson RE mynd Guðlaugur Orri Gíslason