Mokveiði hjá Kristjáni HF

Allir komur þeir suður, segir einhverstaðar og er nokkuð til í þessum orðum því það má horfa 100 ár aftur tímann og þá 


var það þannig að svo til allir bátar að norðan og austan komu suður á vertíð , og jafnvel er hægt að fara ennþá lengra aftur í 

tímann, því þá komu vermenn labbandi eða á  hestum líka að norðan eða austan til þess að vinna suður með sjó í fksi.

núna í janúar þá voru ennþá nokkrir 30 tonna línubátar á veiðum við Austurlandið en þeir komu allir svo til suður núna um síðustu

mánaðarmót, og fóru beint í að leggja línu skammt við Vestmannaeyjar, enn þar höfðu Eskey ÓF og Jón Ásbjörnsson RE verið

búnir að mokveiða.

einn af þeim sem kom suður var Kristján HF sem að Sverrir Þór og Atli eru skipstjórar á.  í fyrsta róðri hjá Sverri með Kristján HF núna 

í febrúar þá lögðu þeir eina lögn sem er 19500 krókar, enn það reiknast sem um 46 balar.  

og á þessa króka var heldur betur mokveiði. því þeir komu í land með fullfermi og vel það.

uppúr bátnum var landað alls 29,3 tonn og af því þá var þorskur 27,6 tonn,

Sverrir sagði í samtali við Aflafrettir að vel hafi gengið að draga línuna og allur þessi afli komst í kör í lestinni nema að 

smá laust var ofan á körunum .   Enginn mynd var til að bátnum koma í land enn Sverrir sagði að báturinn hefði hlaðst

jafnt og ekki sést mikið á honum með þennan afla.

þessi mokafli reiknast sem 637 kg á bala og það er feikilegur afli.

Met??

Sverrir velti því fyrir sér hvort þetta væri mesti afli sem fengist hafði á eina lögn miðað við 30 tonna bátanna,

og eftir að hafa skoðað þetta þá kemur í ljós að þessi mokafli hjá Kristjáni HF er líklegast met í einni löng, enn ekki á bala.

Addi Afi GK komst í 685 kg frá Sandgerði enn Háey II ÞH sló það eftir minnanlega fyrir nokkrum árum síðan

enn lesa má frétt um Háey II ÞH hérna.

Það má bæta við að deginum eftir þá tók Atli við bátnum  og hann kom með 21 tonn í land líka á 19500 króka sem er 456 kg á bala


Kristján HF á leið til SAndgerðis, Mynd Gísli Reynisson