Mokveiði hjá Lilju SH



Þá eru nýjstu uppfærslur af listanum bátar að 21 BT og bátar yfir 21 BT í febrúar kominn á aflafrettir.is


og báðir listarnir áttu það sameiginlegt að  það var mjög gott veður sem gerði það að verkum að bátarnir 


gátu róið nokkuð duglega og var mokveiði hjá þeim,


 Lilja SH

Emil Freyr Emilsson og áhöfn hans á Lilju SH frá Hellissandi, enn báturinn rær frá Rifi


fór út með aðeins 9 þúsund króka en það reiknast sem aðeins 21 bali.


þetta er mjög lítill krókafjöldi sem þeir fóru með, 


enn  í róðrinum á undan þá fóru þeir út líka með sama fjölda af línu


og komu í land með fullfermi 18,2 tonn.  þetta reiknast sem 867 kíló á bala


að sjá svona gríðarlegar tölur um afla á bala, er ekkert annað enn mok,


en á milli þessa 18,2 tonna róðurs og næsta róðurs þá liðu 3 dagar


 Róður númer 2

og aftur fór Emil á Lilju SH út og aftur með 9000 króka


enn núna var mokveiðin það mikil að þeir gátu ekki dregið alla línuna


sem er ansi magnað því þetta er ekki það mikill krókafjöldi


þeir skildu eftir 1000 króka, og drógu því um 19 bala.


og var aflinn 17,8 tonn sem fékkst á þessa 19 bala.


þetta reiknast með 937 kíló á bala 


svona gríðarlega háar tölur á bala eru sjaldséðar, og þetta er enn eitt dæmið um mokveiðina 


sem er búinn að vera í vetur


Emil var í báðum þessum róðrum með línuna á svæði sem þeir kalla Ströndin, Norðvestur af Flákahorninu


um 17 mílur út frá Rifi.


 Markaðsbátur

Nokkuð merkilegt er að Lilja SH er einn af fáum bátum af krókabátunum í þessum stærðarflokki og ofar


sem ekki landar í vinnslu,  en Allur aflinn af Lilju SH fer á fiskmarkað.


og mætti því kalla Lilju SH markaðsbát


og aflaverðmætið þessa tvo róðra var ansi gott , um 21 milljón, og meðalverðið því 583 krónur á kílóið


Meistari Alfons Finnson í Ólafsvík skellti sér til Rifs og myndaði Lilju SH þegar í land var komið 


og fær ég honum bestu þakkir fyrir


Lilja SH mynd Alfons Finnsson


Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér 
Gísli Reynisson.  sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar 
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reyniss