Mokveiði hjá Litlanesi ÞH, yfir 100 tonn frá áramótum
Vertíðin árið 2024 er kominn í fullan gang og þótt það hafi verið brælutíð núna í nokkra daga fyrir sunnan
þá hefur verið nokkuð gott sjóveður á norðausturlandinu og þar hefur Litlanes ÞH verið að mokveiða frá áramótum,
því þegar þetta er skrifað þá hefur Litlanes ÞH landað alls um 108 tonnum í aðeins 8 róðrum
og þetta gerir um 13,5 tonn í róðri.
næst stærsti róður bátsins var 15,8 tonn
Baldur Reynir Hauksson er skipstjóri á Litlanesi ÞH og hann rær á bátnum ásamt Marek Tarasiewicz , Mariusz Mozejko og Mikael Grönvold.
Baldur hafði verið við veiðar Austur af Fonti og landar þá á Bakkafirði en þangað er um þriggja tíma stím frá Bakkafirði.
Báturinn kom til Bakkafjarðar með fullfermi því landað var út bátnum 21,6 tonn sem fengust á 19200 króka.
báturinn kom í land seint um kvöldið og klárað var að landa úr bátnum rétt eftir miðnætti
fóru svo aftur út og komu í land seinnipartinn 11.janúar með um 12 tonn.
ef þetta er reiknað á kíló per bala, þá eru þetta um 480 kíló á bala.
Eins og sést á mynd af bátnum þá var báturinn ansi siginn þegar hann kom til Bakkafjarðar, og er þetta ekki í fyrsta skipti
sem að báturinn kemur með svona mikinn afla í land. enn nánar verður fjallað um það síðar
Litlanes ÞH með 21,6 tonn, sem var um 23,2 tonn blautt
Myndir Sóley