Mokveiði hjá Ljósafelli SU,2018
Á nýjsta togaralistanum sem var að koma á Aflafrettir fyrir júlí mánuð þá kemur þar í ljós að 7 togarar eru komnir yfir 500 tonnin og eru það svo til allt nýju skipin og togarar sem eru að ná um og yfir 200 tonn í löndun,
það vekur nokkra athygli að í þeim hópi þá er Ljósafell SU ansi ofarlega eða mjög ofarlega því að Ljósafell SU er núna þegar þetta er skrifað í öðru sætinu yfir aflahæstu togaranna í júlí. einungis Málmey SK er með meiri afla . Ljósafell SU hefur landað 562 tonnum í 5 túrum og Málmey SK 616 tonní 3 túrum,
Mokveiði er búið að vera hjá Ljósafellinu og hafa túrarnir verið mjög stuttir
60 tonn á dag
styðsti túrinn var einungis 2 dagar á veiðum og kom togarinn með fullfermi eða 124 tonn og var þetta því 62 tonn á dag sem er feikilega gott,
næst besti túrinn var 125,1 tonn eftir 3 daga á veiðum eða 41,7 tonn á dag.
Hinir túrarnir voru líka mjög góðir, fyrsti túrinn var 120,6 tonn eftir 4 daga á veiðum eða um 30 tonn á dag,
túr númer 2 var stuttur einungis 2 dagar og kom togarinn með 74 tonn eða 37 tonn á dag,
og nýjasti túrinn 118 tonn í eftir 3 daga á veiðum eða 39 tonn á dag.
Ljósafell SU Mynd Gunnar Óli