Mokveiði hjá Margréti GK, stærsti róður bátsins frá upphafi

Já hef minnst ansi mikið á þetta erfiða tíðarfar sem er búið að vera í febrúar


og bátar frá Suðurnesjunum hafa heldur betur fengið að finna fyrir því, vegna þess að þeir hafa mjög lítið getað komist á sjóinn,

en það kom loksins gott tíðarfar núna í vikunni og þá var eins og við var að búast mikil og góð veiði og sérstaklega hjá bátunum sem réru frá Sandgerði,

Helgi og áhöfn hans á Margréti GK lentu heldur betur í mokveiði, því þeir náðu að fara í þrjá róðra og einn af þeim róðrum 

að þá kom Margrét GK með mesta afla sem að báturinn hefur komið með í einni löndun,

Alls náði Helgi að fara í þrjá róðra og kom samtals með í þessum þremur róðrum alls 55,1 tonn sem er gríðarlega góður afli,

 Róður númer tvö.
en það var róður númer tvo af þessum þremur þar sem að aflametið var sett.

þá kom Margrét GK með í land 20,5 tonn og eins og sést á myndum þá var báturinn drekkhlaðinn.

deginum áður þá kom Margrét GK með 18,9 tonn í land.

í 18,9 tonna róðrinum þá var Margrét GK með 15 þúsund króka og það gerir um 36 bala.  sem gerir þá 525 kíló á bala

í stóra róðrinum og stærsta róðri bátsins frá upphafi 

þá var Margrét GK með 16 þúsund króka sem gerir um 38 bala,  og það gerir 539 kíló á bala.

Helgi sagði í samtali við Aflafrettir að hann hefði verið með línuna rétt utan við Hvalsnes og ansi langt fyrir innan 4 mílnu línuna.

enn utan við 4 mílna línuna hafa 29 metrar togararnir verið að veiða, og hafa þeir verið ansi margir þar. 

Þess má geta að Margrét GK var ekki eini báturinn sem mokveiddi, því að t.d Óli á Stað GK kom með 12 tonn, Geirfugl GK 12 tonn, og síðan kom Daðey GK 

og var með 14 tonn, allir með línuna innan við 4 mílurnar.








Myndir Gísli Reynisson