Mokveiði hjá Maroni GK
þessi seinnihluti af desember er búinn að vera vægast sagt mjög óvenjulegur,
því að algjör mokveiði er búinn að vera og þá aðalega við Snæfellsnes og útaf Sandgerði,
bátar sem hafa róið frá Sandgerði línu og netabátarnir voru að mokveiða og dæmi var um að bátar þurftu að millilanda,
Maron GK
í Sandgerði er einn elsti netabátur landsins að róa Maron GK
og hann heldur betur lenti í óvæntri mokveiði núna síðustu daganna jólin,
framan af desember þá var Maron GK búinn að vera kroppa þetta 3 til 7 tonn á dag, enn síðan kom bræla í 4 daga
þá var báturinn kominn í Sandgerði og fóru þeir út einu manni færri aðeins 5 og með 8 trossur.
túrinn dróst ansi mikið því mokveiði var í þessar trossur og skildu þeir eftir eina trossu sem síðan Grímsnes GK kom og dró,
kom báturinn með um 27,4 tonn í land miðað við blautt og í trossuna sem að Grímsnes GK var með þá komu um 5 tonn.
alls var því dagurinn hjá Maroni GK því um 31,3 tonn.
Báturinn fór síðan í 3 aðra róðra og síðasti róðurinn var landað í Njarðvík enda áhöfn bátsins kominn í jólafrí,,
alls landaði Maron GK um 60 tonnum í þessum 3 túrum og til viðbótar á róðurinn sem landað var í Njarðvík eftir að koma,
Þessi mikla mokveiði þykir mjög óvenjulegt því að vanalega er desember mjög svo slakur aflamánuður, og sagði t.d
Hólmgrímur sem gerir út Maron GK að aldrei áður í útgerðarsögu sinni hefði hann fengið jafn mikinn afla í land í desember og núna.
Maron GK myndir Reynir SVeinsson