Mokveiði hjá Oddgeir ÞH í maí 1997.
Núna árið 2023, þá eru trollbátarnir sem taka trollið inn á síðuna svo til allir farnir í burtu, aðeins einn bátur er eftir
sem stundar trollveiðar og tekur trollið á síðuna, það er Sigurður Ólafsson SF frá Hornafirði.
í raun má segja að Sigurður Ólafsson SF sé eini trollbáturinn eftir á landinu ( reyndar fyrir utan Andvara VE frá Vestmannaeyjum)
því að 29 metra bátarnir eru það öflugir, taka allir trollið inn í gegnum skutrennu og með mjög mikinn togkraft og ekki hægt
að segja þeir séu trollbátar eins og t.d Sigurður Ólafsson SF er.
aftur á móti frá því bátar hófu að stunda trollveiðar hérna við ísland þá voru þeir má segja í ýmsum stærðum, sumir eikarbátar,
stálbátar, álbátar eða jafnvel plastbátur.
allir bátarnir áttu það þó sameiginlegt að þeir tóku trollið eða pokann inn á síðuna,
Oddgeir ÞH
einn af þeim bátum sem stundaði trollveiðar nokkuð lengi hérna landið var Oddgeir ÞH sem Gjögur ehf á Grenivík gerði út.
Báturinn átti sér mjög langa sögu undir þessi nafni Oddgeir ÞH því að báturinn var gerður út í 40 ár undir þessu nafni.
var báturinn gerður út undir Oddgeirs ÞH nafninu til ársins 2003.
í maí árið 1997, þá var Oddgeir ÞH á trollveiðum og mokveiddi.
Alls landaði báturinn 387.7 tonnum í 10 róðrum og gerir það 38,7 tonn í róðri,
eins og sést í aflayfirliti að neðan þá var stærsta löndunin 65,5 tonn.
og deginum eftir þann túr þá kom Oddgeir ÞH með 36,4 tonn í land eftir um 20 klukkutíma túr.
það er auðvelt núna árið 2023 að taka 36 tonn á þeim togbátum sem eru með skutrennu, því þeir getað tekið
allt halið inn í einu. þarna hjá Oddgeir ÞH þá var pokinn hífður um borð á síðuna og pokinn sirka um 600 til 700 kíló
þetta þýddi mikla vinnu að losa pokann, og hnýta fyrir aftur,
þessi mikla mokveiði, 36 tonn á aðeins 20 klukkutímum á báti sem tók trollið á síðuna hefur verið feikileg vinna
það má bæta við að í júní árið 1997 þá landaði Oddgeir ÞH alls
254.4 tonn í 9 róðrum
og landaði því Oddgeir ÞH alls um 642 tonnum þarna þessa tvo mánuði, maí og júní árið 1997.
Öllum aflanum var landað í Grindavík
Oddgeir ÞH Mynd Tryggvi Sigurðsson
Dagur | Afli |
1.5 | 65.5 |
2.5 | 36.5 |
4.5 | 18.8 |
6.5 | 23.5 |
8.5 | 37.4 |
10.5 | 35.3 |
13.5 | 46.3 |
21.5 | 44.8 |
26.5 | 35.9 |
28.5 | 43.6 |