Mokveiði hjá Onna HU á handfærin,,2017
Það að kaupa bát og hefja veiðar gengur visvel hjá mönnum. sumum gengur vel að fiska og öðrum gengur frekar brösulega.
Guðmundur Níels Erlingsson keypti Bátinn sem í dag er Onni HU í vor og byrjaði að róa í maí. núna í júlí þá hefur hann veitt gríðarlega vel á handfærin og það vel að hann er aflahæstur báta að 8 Bt í júlí og ekki nóg með það heldur er Onni HU aflahæstur allra handfærabáta í júlí.
síðustu tvo daga þá hefur hann mokveitt á bátnum og á tveim dögum hefur báturinn komið með í land um 8 tonn. í dag þá komu þeir með yfir 4 tonn í land,
Onni HU með 4 tonn plús í dag
og Onni HU með 3,2 tonní gær
Myndi Theodór Erlingsson