Mokveiði hjá Þorsteini ÞH ,2019
Veiði netabátanna núna í febrúar hefur verið mjög góð, bæði bátanna sem landa á Hornafirði, Snæfellsnesinu og þeirra sem eru að veiða við Suðurnesinm,
Netabátarnir frá Sandgerði hafa verið að mokveiða skammt undan Stafnesi og Hafnarberginu,
Einn af þeim er Þorsteinn ÞH 115 sem er elsti eikarbátur íslands sem ennþá er gerður út,
þessi fallegi bátur sem er ein mubla á sjónum er smíðaður árið 1946 og er því orðin 73 ára gamall.
Núna á vertíðinni þá leggur hann upp hjá Hólmgrími og óhætt er að segja að þessi gamli bátur hafi mokfiskað í fyrstu róðrunum sínum,
þegar aflafrettir voru í Sandgerði þá kom Þorsteinn ÞH í land með öll kör full og uppúr bátnum komu alls um 15,3 tonn miðað við blautt
og eftir endurviktun þá var aflinn 13,2 tonn,
þessi afli fékkst í aðeins 5 trossur,
alls náði Þorsteinn ÞH að fara í 3 túra í röð og landaði í þessum 3 róðrum um 40 tonnum
Það má geta þess að Aflafrettir tóku myndband af bátnum koma til Hafnar í Sandgerði
og er myndbandið um 3,4 mín að lengt.
Sjá má þ að hérna
Myndi Gísli Reynisson