Mokveiði hjá Pálínu Þórunni GK.

Veiði togbátanna núna í apríl hefur verið ansi goð.  og nokkur stór hluti af togbátunum og togurum hefur verið á veiðum 


skammt frá Vestmannaeyjum.

Einn af þeim er Pálína Þórunn GK og hann lenti heldur betur í mokveiði.

 Aðeins 28 klukkutíma höfn í höfn
Báturinn fór á sjóinn klukkan 1400 9.apríl og kom til Sandgerðis klukkan 18:00 10.apríl

báturinn var semsé ekki nema 28 klukkutíma á sjó höfn í höfn,

Snorri Snorrason sem var skipstjóri á bátnnum þennan túr sagði í samtali við Aflafrettir 

 15 klukkutíma á veiðum
að þeir hefðu fengið fullfermi á aðeins 15 klukkutímum

alls voru þeir með um 65 tonn sem fengust þá á aðeins 15 klukkutímum,

28 mínuntur
Snorri sagði að stærsta holið hefði verið 9 tonn eftir aðeins 28 mín tog.

Var þetta síðasti túrinn fyrir hrygningarstoppið, en þeir munu þurfa að fara næst út fyrir 12 sjómílurnar, en það er

eitthvað sem Snorri þekkir vel  því hann var áður skipstjóri meðal annars á Drangey SK sem má aðeins veiða utan við 12 mílurnar,

Myndband var tekið af komunni til Sandgerðis



Pálina Þórunn GK mynd Gísli reynisson